Við erum hér fyrir þig
Að Kyrrðarkrafti koma kraftmiklar konur með fjölbreyttan bakgrunn sem eiga það sameiginlegt að hafa einlægan áhuga á heilbrigði í sinni fjölbreytilegu mynd og leggja metnað sinn í að hjálpa öðrum og láta gott af sér leiða.
Esther Ösp Valdimarsdóttir
Framkvæmdastýra,
kennari.
Esther er aðalkennari
námskeiðsins og fylgir þátttakendum í gegnum ferlið.
Hún er mannfræðingur, jógakennari, tómstundafræðingur og kennari.
Anna Björg Þórarinsdóttir
Jógakennari og aðstoðarkennari.
Anna Björg er aðstoðarkennari í daglegri kennslu og skipulagningu námskeiðs.
Hildur Dagbjört Arnardóttir
Vistræktarkennari, stundakennari.
Hildur kemur að Kyrrðarkrafti með þekkingu á ræktun og mataræði.
Þórhildur Magnúsdóttir
Svefnhagfræðingur, stundakennari.
Þórhildur hefur rannsakað mikilvægi svefns. Hún kemur að Kyrrðarkrafti með fræðslu um svefn og leiðir til að einfalda lífið.
Magnea Dröfn Hlynsdóttir
íþrótta- og heilsufræðingur, stundakennari.
Hennar innlegg er útivist og hreyfing til að stuðla að bættri líðan og velferð einstaklingsins.
Hjördís Inga Hjörleifsdóttir
Iðjuþjálfi, stundakennari.
Hennar innlegg í Kyrrðarkraft hvernig hægt er að stuðla að bættri heilsu og vellíðan með iðjuþjálfun
Elísabet Heiður Jóhannesdóttir
Næringarfræðingur, stundakennari
Elísabet kemur með mikilvægt innlegg í Kyrrðarkraft um næringu og líkamsvitund.
Dagrún Ósk Jónsdóttir
Þjóðfræðingur, stundakennari
Dagrún er náttúrubarn og sagnakona mikil en innlegg hennar í Kyrrðarkraft er fræðsla um menningu og náttúru svæðisins.
Rakel Linda Helgudóttir
Hjúkrunarfræðingur & fjölskyldumeðferðarfræðingur
Stundakennari
Rakel kemur með innlegg sem styrkir fjölskyldur og einstaklinga í að takast á við vandamál.
Ásta S. Stefánsdóttir
Fjölskylduráðgjafi, stundakennari
Sérfræðingur í tengslamiðaðri meðferð.