top of page
20210409_114235_edited.jpg

Námskeið Kyrrðarkrafts

Skipulag námskeiðs

Jóga, heilbrigt mataræði, hugleiðsla, náttúruupplifun og sjálfsmildi eru gegnumgangandi á námskeiðum okkar. Í hverri viku koma gestakennarar sem veita fræðslu um þætti sem skipa veigamikinn sess í að vinna gegn streitu, svo sem svefn, næringu, samskipti og markmiðssetningu. Mögulegt er að skrá sig á einstaka vikur eða námskeiðið í heild.

 

- Kannaðu niðurgreiðslu hjá þínu stéttarfélagi!

KOSTIR NÁMSKEIÐS

99110497_10221619314463101_8490433355236

HEILANDI NÁTTÚRA

jóga.jpg

EFLING EINSTAKLINGSINS

17885045684151297.jpg

HEILNÆMT MATARÆÐI

Þátttakendur eru umvafðir dulmagnaðri náttúru Stranda og nálægð við villt dýralíf. Náttúran hefur heilandi áhrif sem Kyrrðarkraftur mun vinna með.

Við erum öll ólík og eigum okkar einstöku sögu. Þess vegna vill Kyrrðarkraftur vinna með litlum hópum svo hver einstaklingur fái rými og stuðning til að koma á jafnvægi í líf sitt.

Þátttakendur læra ekki einungis um mikilvægi góðrar næringar heldur fá þeir þjálfun í að elda og koma á góðum matarvenjum með dyggri aðstoð og leiðbeinslu kennara.

fjaran.jpg

SVEFN OG NÁTTÚRUTENGING

Vikan 10. - 14.maí

Gestakennari vikunnar er Þórhildur sem er jógakennari og hagfræðingur. Hún hefur rannsakað hvernig megi hámarka gæði svefns sem hægt er að nýta í daglegu lífi enda góður svefn forsenda góðs lífs. Við leggjum jafnframt áherslu á að tengjast náttúrunni með kyrrðargöngum og fylgjumst með náttúrunni vakna af vetrardvala. Þessa vikuna leiða Þórhildur og Esther hugleiðslu, jóga og ígrundun. 

  • Við verðum úthvíld og endurnærð eftir vikuna!

SAMSKIPTI OG RÆKTUN

Vikan 17. - 24.maí

Gestakennarar eru fjölskylduráðgjafarnir Rakel og Ásta. Þær leiða okkur í gegnum hvernig við getum stuðlað að jákvæðum og uppbyggilegum samskiptum í lífinu. Hildur Dagbjört verður jafnframt með okkur þessa viku og aðstoðar okkur í ræktun enda teljum við að tengsl við náttúru og plöntur auk heilbrigðs mataræðis geri gæfumuninn. Esther og Anna Björg leiða jógatíma og hugleiðslu

  • Ræktum bæði samskipti og jurtir og uppskerum í samhengi við það!

_MG_6634-1-2.jpg
20210117_131205.jpg

NÆRING OG NÚVITUND

Dagsetning auglýst síðar

Gestakennari vikunnar er Elísabet næringarfræðingur og veitir hún fræðslu og leiðbeiningar um hvernig við getum innleitt hollara mataræði í líf okkar. Þess utan leggjum við áherslu á núvitund og leitumst við að finna aukna hugarró með hjálp jóga og hugleiðslu sem Esther og Anna Björg leiða. 

  • ​Þú getur treyst því að fara heim með mettan maga og tæran huga!

Verðskrá

Hægt er að skrá sig á allar vikurnar, tvær eða bara eina. Lágmarksfjöldi skráninga þarf að hafa nást tveimur vikum fyrir upphaf námskeiðs. Hóparnir eru litlir og því fá pláss í hverri viku. 


- Við bjóðum upp á sérstakt kynningarverð, kannaði niðurgreiðslu hjá þínu stéttarfélagi!

Ein vika

Án gistingar 100.000
Deila herbergi 114.000
Sérherbergi 130.000

Tvær vikur

Án gistingar 190.000
Deila herbergi 204.000
Sérherbergi   220.000

Þrjár vikur

Án gistingar 246.000
Deila herbergi 260.000
Sérherbergi 278.000

Aðstaða

Starfsemi Kyrrðarkrafts fer fram í Þróunarsetrinu á Hólmavík á Höfðagötu 3. Á jarðhæð er samkomurýmið Hnyðja sem er bjart og huggulegt og munu tímar og fræðsla fara fram þar. 

jóga.jpg
SteinhúsiðInngangur.jpg

Gisting

Þátttakendum býðst að dvelja í hinu dásamlega Steinhúsi sem er staðsett á Höfðagötu 1, við hliðina á Þróunarsetrinu á Hólmavík. Boðið er upp á einstaklingsherbergi, tvíbýli eða studíóíbúð en við höfum allt húsið fyrir okkur meðan á námskeiðum stendur.

bottom of page